Skilmálar vefverslunar

Með því að opna vefsvæðið samþykkir þú skilmála þessa eins og þeir eru fram komnir, án allra breytinga.

Knattspyrnudeild F.H. (kt: 4106871359) tekur öryggi persónuupplýsinga alvarlega. Ef þú skráir þig fyrir kynningu á vöru, á póstlista, tekur þátt í keppni eða nýtir þér ákveðna þjónustu á vefsvæðinu þarf að gefa upp nafn, heimilisfang og netfang. Persónuupplýsingar verða ekki framseldar þriðja aðila eða notaðar í öðrum tilgangi án samþykkis hlutaðeigandi.

Verð er gefið upp í ISK, virðisaukaskattur bætist ekki við upphæðina.

Knattspyrnudeild F.H. ábyrgist ekki áreiðanleika upplýsinga á vefsvæðinu. Upplýsingar um vörur og þjónustu sem og annað efni kann að vera úrelt. Knattspyrnudeild F.H. er ekki skuldbundin til að uppfæra upplýsingar á vefsvæðinu. Knattspyrnudeild F.H. afsalar sér ábyrgð á villum eða rangfærslum á vefsvæðinu, svo sem uppseldum vörum, sem kynnu að baka Knattspyrnudeild F.H. skaðabótaskyldu. Allar ákvarðanir sem notandi tekur og byggðar eru á upplýsingum af vefsvæðinu eru á ábyrgð notandans.

Knattspyrnudeild F.H. ábyrgist ekki að ákveðnir hlutar vefsvæðisins, eða þjónusta sem í gegnum það fæst séu ávallt tiltækir, öruggir, án villna, að villur og/eða gallar verði lagfærðir eða að vefsvæðið eða netþjóninn sem það er hýst á sé laust/laus við tölvuveirur og annað skaðlegt efni.

Knattspyrnudeild F.H. er ekki skaðabótaskyld og ber ekki ábyrgð á hvers kyns tjóni, gagnatapi og hugsanlegu veirusmiti sem tölvur eða annar búnaður kann að verða fyrir vegna notkunar á vefsvæðinu, þ.m.t. er niðurhal á kyrrmyndum, hugbúnaði og öðru efni. Notandi ber allan kostnað vegna viðgerða á búnaði og/eða gagnatapi sem hlýst af notkun vefsvæðisins.

Knattspyrnudeild F.H. heimilar notandanum að hafa persónuleg not af vefsvæðinu og öllu því efni sem þar er að finna. Notandanum er heimilt að afrita gögn á rafrænan hátt af vefsvæðinu til ofangreindra nota, svo fremi sem allar upplýsingar um höfundarrétt, þar sem þær eru til staðar, séu óbreyttar.

Innihald vefsvæðisins, þar með talið hönnun þess og útlit, telst eign Knattspyrnudeild F.H. og/eða samstarfsaðila og er verndað af höfundarréttar- og öðrum lögum.

Þar sem lög koma í veg fyrir afsal ábyrgðar eins og lýst er að ofan áskilur Knattspyrnudeild F.H. sér rétt til að takmarka ábyrgð sína eins mikið og leyfilegt er þannig að þau rúmist innan ramma laganna.

Óheimilt er að villa á sér heimildir í notendaskráningu og samskiptum á vefnum t.d. þegar sendur er tölvupóstur.

Óheimilt er að nota vefinn til að dreifa tölvuveirum eða öðru sem kann að valda skaða hjá viðtakanda.

Ekki er heimilt að nota aðgang annarra. Óheimilt er að lána öðrum óviðkomandi lykilorð annarra eða nota á annan hátt gögn eða samskipti sem tilheyra öðrum.